Sífellt fleiri of feitir fyrir röntgenmyndatöku

Offita er vaxandi heilsufarsvandamál í heiminum.
Offita er vaxandi heilsufarsvandamál í heiminum. mbl.is

Þeim Bandaríkjamönnum fer fjölgandi sem of feitir eru fyrir röntgenmyndatöku. Bæði er fólkið of feitt til að komast inn í tækin og fitan of mikil til þess að geislarnir nái í gegnum hana. Undanfarin 15 ár hefur tvöföldun orðið á misheppnuðum myndatökum vegna offitu, að því er bandaríska ritið Radiology greinir frá.

Raul Uppot og samstarfsmenn hans, sem vinna við röntgendeild Massachusettsspítala í Bandaríkjunum, segja sjúklinga nú farna að vera of feita fyrir myndatöku. Þeir litu á skýrslur frá árunum 1989 til 2003, til að sjá betur hversu alvarlegt vandamálið væri og komust að því að með hverju ári hafði fjölgað myndatökum sem ekki tókust vegna offitu sjúklinga.

Erfiðust er þó ómskoðun þar sem hljóðbylgjur þurfa að komast í gegnum húð og fitulag til að ná að líffærunum og telja læknar hættu á því að ekki sé hægt að greina kvillana þar sem mynd náist ekki af líffærunum vegna fitu.

Bandarísk yfirvöld segja 64% þegna sinna nú of þung og Bretar stefna í þá átt einnig, en engin þjóð fitnar eins hratt í Evrópusambandandinu. Þá hafa breskir spítalar þurft að styrkja sjúkrarúm sín fyrir offitusjúklinga. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert