Sífellt fleiri of feitir fyrir röntgenmyndatöku

Offita er vaxandi heilsufarsvandamál í heiminum.
Offita er vaxandi heilsufarsvandamál í heiminum. mbl.is

Þeim Banda­ríkja­mönn­um fer fjölg­andi sem of feit­ir eru fyr­ir rönt­gen­mynda­töku. Bæði er fólkið of feitt til að kom­ast inn í tæk­in og fit­an of mik­il til þess að geisl­arn­ir nái í gegn­um hana. Und­an­far­in 15 ár hef­ur tvö­föld­un orðið á mis­heppnuðum mynda­tök­um vegna offitu, að því er banda­ríska ritið Radi­ology grein­ir frá.

Raul Uppot og sam­starfs­menn hans, sem vinna við rönt­g­en­deild Massachusetts­spít­ala í Banda­ríkj­un­um, segja sjúk­linga nú farna að vera of feita fyr­ir mynda­töku. Þeir litu á skýrsl­ur frá ár­un­um 1989 til 2003, til að sjá bet­ur hversu al­var­legt vanda­málið væri og komust að því að með hverju ári hafði fjölgað mynda­tök­um sem ekki tók­ust vegna offitu sjúk­linga.

Erfiðust er þó ómskoðun þar sem hljóðbylgj­ur þurfa að kom­ast í gegn­um húð og fitu­lag til að ná að líf­fær­un­um og telja lækn­ar hættu á því að ekki sé hægt að greina kvill­ana þar sem mynd ná­ist ekki af líf­fær­un­um vegna fitu.

Banda­rísk yf­ir­völd segja 64% þegna sinna nú of þung og Bret­ar stefna í þá átt einnig, en eng­in þjóð fitn­ar eins hratt í Evr­ópu­sam­band­and­inu. Þá hafa bresk­ir spít­al­ar þurft að styrkja sjúkra­rúm sín fyr­ir offitu­sjúk­linga. BBC seg­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert