Tugþúsund manns plataðir til þess að kaupa ,,galdraost"

Lög­reglu­yf­ir­völd í Chile hafa beðið lög­regl­una í Par­ís um að fram­selja franska konu sem ber ábyrgð á miklu píra­mída-svindli í Chile, sem þúsund­ir manna voru ginnt­ir til að taka þátt í. Fólkið keypti duft sem átti að vera hægt að breyta í ,,galdra­ost", sem myndi gera húðina ung­legri og hraust­legri og væri því afar verðmæt­ur.

Duftið heit­ir Yo Flex og kost­ar allt að 500 pund, en er í raun verðlítið fæðubót­ar­efni. Um 20.000 Perú­menn og 6.000 Chi­le­menn féllu fyr­ir bragðinu og eyddu sum­ir hverj­ir öllu spari­fé sínu í duftið. Kon­an sem tal­in er bera ábyrgð á þessu, Madame Gil­berte van Erpe, sagði fólk­inu að galdra­ost­ur­inn væri það allra vin­sæl­asta í Frakklandi. Hún sagði að fólkið gæti þre­faldað þann pen­ing sem það lagði í píra­míd­ann. BBC seg­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert