Eldsneytishækkunum harðlega mótmælt í Nepal

Íbúar í Katmandú, höfuðborg Nepals, hafa harðlega mótmælt miklum eldsneytishækkunum sem hafa orðið annan daginn í röð. Verslunum hefur verið lokað í borginni og þá er umferð á götum borgarinnar lítil sem engin. Á föstudag var tilkynnt að verð á eldsneyti myndi hækka um 35%. En ríkisstjórnin hefur hinsvegar gefið til kynna að verðlækkana megi vænta.

Verðhækkanirnar hafa mikil áhrif á íbúa landsins, sem er eitt það fátækasta í Asíu.

Almennt smásöluverð á eldsneyti hefur hækkað um 25% í einu, og þá hefur það hækkað mun meira á dreifbýlli svæðum.

Þá hefur verðið á paraffin, sem flestir í Nepal nota til eldunar, hækkað um jafn mörg prósent og díselolía, eða um 11%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert