Suður-Kórea aðstoðar nágranna sína í norðri

Hjálparaðstoðin var handsöluð í gær.
Hjálparaðstoðin var handsöluð í gær. Reuters

Suður-Kóreumenn hafa heitið að flytja 100.000 tonn af hrísgrjónum og byggingarefnum til flóðasvæða á Norður-Kóreu. Þetta er viðbót við 20 milljón dala fjárframlags sem ríkisstjórn Suður-Kóreu og ýmis borgarasamtök hafa lofað að afhenda nágrönnum sínum í norðri.

Í síðasta mánuði gerði úrhellisrigningu Norður-Kóreu ásamt því sem vindar blésu af miklum móð.

Yfirvöld í Pjongjang neituðu upphaflegri hjálparaðstoð frá Rauða krossinum í Suður-Kóreu, en snérist síðan hugur og óskuðu eftir aðstoð vegna óveðursins sem skall á í júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert