Forsætisráðherra Ísraels vonast eftir beinum samskiptum við Líbanon

Ehud Olmert vonast til þess að Ísrael og Líbanon geti …
Ehud Olmert vonast til þess að Ísrael og Líbanon geti átt samskipti með beinum hætti, en þjóðirnar hafa aldrei verið í pólitískum samskiptum. Reuters

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að hann vonist til þess að aðstæður verði brátt með þeim hætti að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons geti bráðlega átt í samskiptum með beinum hætti. „Ég vil leggja á það áherslu að íbúar Ísraels eiga í engum deilum við ríkisstjórn Líbanons,“ sagði Olmert á sameiginlegum blaðamannafundi með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

„Við vonumst svo sannarlega eftir því að aðstæður muni skjótt breytast til betri vegar þannig að ríkisstjórn Ísraels geti átt í beinum samskiptum við ríkisstjórn Líbanons í því skyni að þjóðirnar tvær geti komist að samkomulagi,“ sagði hann.

Ísrael og Líbanon hafa ekki átt í stjórnmálalegum samskiptum frá því að Ísraelsríki var stofnað árið 1948.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert