Forsætisráðherra Líbanons segir Hizbollah muni ekki stýra dreifingu hjálpargagna

Fuad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, sagði á ráðstefnu í Stokkhólmi í dag, að ekki komi til greina að Hizbollah-samtökin verði látin stýra dreifingu hjálpargagna í landinu. Sagði Siniora, að vistum og öðrum hjálpargögnum verði dreift í samræmi við óskir gefendanna. Þá hvatti Siniora þjóðir heims til að styðja kröfur um að Ísraelsmenn aflétti hafn- og flugbanni á Líbanon og sagði aðgerðir Ísraelsmanna ómannúðlegar.

Siniora ávarpaði ráðstefnu, sem nú stendur yfir í Stokkhólmi um hjálparstarf í Líbanon en hana sækja fulltrúar um 60 þjóða og hjálparsamtaka sem hafa heitið stuðningi. Sagði Siniora að ríkisstofnanir muni sjá um að dreifa hjálpargögnunum beint til þeirra, sem á þurfi að halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert