Angela Merkel: „Tilgangslaust að senda aðeins eftirlitslið til Líbanons“

Merkel segir lið UNIFIL verða að hafa vald til að …
Merkel segir lið UNIFIL verða að hafa vald til að stöðva brot á vopnahléinu, Þjóðverjar hyggjast hins vegar ekki senda landher til Líbanons Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í viðtali í dag að UNIFIL, lið Sameinuðu þjóðanna í Líbanon verði að hafa mun meira vald en liðið sem þar hefur verið. Þjóðverjar hafa boðist til að gæta strandlengju Líbanons, frekar en að senda landgöngulið til að gæta landamærasvæða í suðurhluta Líbanons. Segir tilgangslaust að senda einungis eftirlitslið til Líbanons, sem myndi einungis fylgjast með því þegar verið væri að brjóta vopnaflutningabann í landinu. Liðið verði að geta brugðist við.

Þegar Merkel var spurð hvort þýski flotinn myndi skjóta að skipum sem reyndu að smygla vopnum til Líbanon, svaraði hún að ,,margir kostir væru í boði” til að stöðva slík skip. Ríkisstjórn Þýskalands ákveður líklega í næstu viku hve mörg skip verða send til Líbanon.

Í viðtalinu útilokaði Merkel valdbeitingu gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra, hún sagði hins vegar að íhuga verði frekari aðgerðir gegn þeim, þar sem Íranar neita að hætta við áætlunina, eða fresta auðgun úrans, líkt og óskað hefur verið eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert