Hryðjuverkamennirnir 14 við góða heilsu segir yfirmaður Guantanamo

Frá fangabúðunum við Guantanamo flóa á Kúbu
Frá fangabúðunum við Guantanamo flóa á Kúbu AP

Hryðjuverkamennirnir fjórtán sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, greindi frá í gær að yrðu sendir til Guantanamo hafa verið í fangabúðunum á Kúbu frá því á mánudag. Að sögn yfirmanns fangabúðanna eru þeir allir við góða heilsu. Hryðjuverkamönnunum hefur verið haldið föngum í leynilegum fangelsum á vegum bandarísku leyniþjónustunnar (CIA).Mennirnir eru allir tengdir al-Qaida og meðal þeirra er Khalid Sheikh Mohammed, sem álitinn er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

Harry Harris aðmíráll og einn æðsti yfirmaður fangabúðanna í Guantanamo, segir að ekki verði veittar frekari upplýsingar um nýju fangana í öryggisskyni. Hann neitaði að upplýsa í samtali við fjölmiðla hvort mönnunum fjórtán væru á meðal annarra fanga í búðunum eða hvort þeir væru í sérstakri gæslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert