Danskt dagblað birtir skopmyndir af helförinni

Danskt dagblað hefur birt skopmyndir af helförinni sem Íranar hvöttu til að yrðu teiknaðar eftir að skopmyndir af Múhameð spámanni leiddu til blóðugra mótmæla víða um heim. Dagblaðið, Information, birti sex skopmyndir sem eru til sýnis í Teheran, höfuðborg Írans.

Nokkrar skopmyndanna bera saman áþján Palestínumanna við fórnarlömb helfararinnar.

Pelle Weis, ritstjóri dagblaðsins, segir að hann hafi hugsað sig um vel og vandlega áður en að hann heimilaði birtingu myndanna. Hann segir þetta ekki gert í alvöruleysi.

Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC að með skopmyndunum fylgi frétt sem segi frá sýningunni í Íran. Weis segir myndirnar vera „smekklausar en fyrirsjáanlegar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert