George W. Bush Bandaríkjaforseti varði leynifangelsi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og yfirheyrsluaðferðir hennar í sjónvarpsviðtali sem sýnt var á NBC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í dag. Bush vísaði því á bug að pyntingar væru notaðar við yfirheyrslur CIA og lýsti gremju sinni yfir þeirri tortryggni sem hann hafi mætt í öðrum löndum vegna málsins.
„Allt sem við höfum gert hefur verið löglegt,” sagði forsetinn í viðtalin sem var tekið upp á föstudag. „Það er mitt starf að verja landið og það mun ég gera innan ramma laganna. Það er hins vegar sífellt tortryggt af fólki sem býr ekki í Bandaríkjunum. Leyfið mér að minna ykkur á það að 11. september var slæmur dagur fyrir þetta fólk. Fyrir okkur breytti hans hins vegar lífsviðhorfi okkar. Þetta er enginn þykjustuleikur.”
George W. Bush Bandaríkjaforseti varði leynifangelsi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og yfirheyrsluaðferðir hennar í sjónvarpsviðtali sem sýnt var á NBC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í dag. Bush vísaði því á bug að pyntingar væru notaðar við yfirheyrslur CIA og lýsti gremju sinni yfir þeirri tortryggni sem hann hafi mætt í öðrum löndum vegna málsins.
„Allt sem við höfum gert hefur verið löglegt,” sagði forsetinn í viðtalin sem var tekið upp á föstudag. „Það er mitt starf að verja landið og það mun ég gera innan ramma laganna. Það er hins vegar sífellt tortryggt af fólki sem býr ekki í Bandaríkjunum. Leyfið mér að minna ykkur á það að 11. september var slæmur dagur fyrir þetta fólk. Fyrir okkur breytti hans hins vegar lífsviðhorfi okkar. Þetta er enginn þykjustuleikur.”
Forsetinn gagnrýndi einnig þá Bandaríkjamenn sem hafa gagnrýnt símhleranir yfirvalda. „Ég ætla ekki að tala um tæknina sem við notum á fólk m.a. vegna þess að við viljum ekki að óvinurinn aðlagi sig að henni. Bandaríska þjóðin þarf hins vegar að vita að við notum símatækni á löglegan hátt til að vernda hana,” sagði forsetinn. „Við erum að þróa aðferðir sem samræmast stjórnarskránni til að gera þetta. Sumir einstaklingar hér innanlands vilja að því verði hætt en þeir hafa rangt fyrir sér. Þeir hafa kolrangt fyrir sér. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ég og fólkið í ríkisstjórninni geri það sem við þurfum að gera til þess að vernda ykkur og fjölskyldur ykkar höfum við ekki nauðsynleg áhöld til að gera það.”