Egeland: „Gæslulið SÞ í Darfur lífsnauðsyn"

Heimilislaus maður á ferð í Darfur
Heimilislaus maður á ferð í Darfur Reuters

Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar SÞ, segir friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna lífsnauðsyn í Darfur. Yfirvöld í Súdan hafa hafnað því afdráttarlaust að 20.000 manna lið Sameinuðu þjóðanna taki við af liði Afríkusambandsins, sem er sagt líða fyrir peningaskort og undirmannað.

Egeland lýsir ástandinu þannig að svæðið sé í frjálsu falli og segir að ef hjálparstofnanir flýi vegna óvissu verði hundruð þúsunda skilin eftir án nokkurrar bjargar. Umboð liðs Afríkusambandsins í Darfur rennur út um næstu mánaðarmót en óvíst er hvað tekur við.

Segir Egeland enn tíma til að bregðast við, en að það þurfi að gerast strax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert