Jacques Chirac Frakklandsforseti varaði í dag að viðvarandi veru vopnaðra liðsmanna Hizbollah samtakanna við landamæri Líbanons og Ísraels og hvatti til þess að samtökin verði afvopnuð, líkt og kveðið er á um í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um lok stríðsins í Líbanon.
„Það er fullkomlega eðlilegt að hafa vettvang þar sem fram koma stjórnmálaskoðanir þess hluta líbönsku þjóðarinnar sem styður Hizbollah,” sagði Chirac í útvarpsviðtali í dag. „Það sem er óásættanlegt er að sýna þær með valdi, með vopnuðum hersveitum. Það samþykkir ekkert ríki að hluta af landi þess sé stjórnað af vopnuðum hersveitum Hizbollah samtökin féllust á þá vopnahlésskilmála sem settir voru fram í ályktun öryggisráðsins en segjast þó ekki ætla að leggja niður vopn fyrr en Ísraelar hafi farið frá öllu líbönsku landi, þar með töldum hinum umdeildu Shebaa Farms, á landamærum Ísraels, Líbanons og Sýrlands, sem Ísraelar hertóku árið 1967.