Talið að þúsundum barna hafi verið rænt í Kína

Kínverskt barn á fuglamarkaði í Nanjing í austurhluta Kína.
Kínverskt barn á fuglamarkaði í Nanjing í austurhluta Kína. AP

Hundruðum og jafnvel þúsundum barna hefur verið rænt í Kína og segja foreldrar að stjórnvöld þar hafi leynt þessu fyrir umheiminum. Fréttaritari sjónvarpsstöðvarinnar Sky, Dominic Waghorn, hefur rætt við foreldra barna sem rænt var í Kína og segir fólkið áreitt og ofsótt af lögreglu fyrir það að reyna að hafa aftur upp á börnum sínum. Lögregla hafi rifið niður veggspjöld þar sem lýst er eftir börnunum og foreldrar þeirra handteknir fyrir að óska aðstoðar við leitina.

Fleiri drengjum er rænt en stúlkum. Einn mannræningi ræddi við Sky og sagðist hafa rænt börnum og selt til að greiða skuldir. Hann hafi vingast við konur, hjálpað þeim að finna sér störf og þegar þær hafi skilið börnin eftir hjá honum hafi hann rænt þeim. Mannræninginn segist meira að segja hafa selt yngsta son sinn fyrir jafnvirði um 35.000 kr. Hann hafi ekki getað selt elsta son sinn. Sky segir frá þessu á vef sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert