Konungur studdi valdaránið í Taílandi að sögn hershöfðingja

Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands.
Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands. Reuters

Hershöfðinginn Sonthi Boonyaratglin, sem fór fyrir valdaráni hersins í Taílandi í gær, sagði í sjónvarpsviðtali í dag að hann hefði notið stuðnings konungs landsins, Bhumibol Adulyadej, til valdaránsins. Þá eru 80% Taílendinga hlynnt valdaráninu, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtar voru í dag.

Um 84% þeirra rúmlega 2.000 sem svöruðu könnuninni, sem unnin var af háskóla, sögðust fylgjandi ráninu þar sem það myndi bæta stjórnmálaástandið í landinu sem einkenndist af mikilli spennu. Ekki er þó ljóst hversu hátt hlutfall fólks frá þeim héruðum sem Taksin Shinawatra, forsætisráðherrann sem bolað hefur verið frá, nýtur mests fylgis. 4,7% töldu að ránið myndi gera ástandið verra.

Þessir Taílendingar fögnuðu valdaráninu í dag.
Þessir Taílendingar fögnuðu valdaráninu í dag. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert