Shinzo Abe, 51 árs nýkjörinn formaður flokks frjálslyndra demókrata í Japan, var í dag valinn af flokknum til að taka við forsætisráðherraembættinu af Junichiro Koizumi. Abe hlaut 464 atkvæði af 703. Koizumi óskaði Abe innilega til hamingju og sagðist einnig styðja hann til formennsku í flokknum. Utanríkisráðherra landsins, Taro Aso, varð annar í kjörinu með 136 atkvæði.
Sérstakur þingfundur verður haldinn næsta þriðjudag til að sverja Abe í embættið. Abe verður yngsti forsætisráðherra landsins til þessa og sá fyrsti sem fæddur er eftir seinni heimsstyrjöld. Abe er stuðningsmaður þess að endurskoða stjórnarskrá landsins, sem Bandaríkjamenn þröngvuðu upp á Japana eftir seinni heimsstyrjöld.
Meðal annarra stefnumála Abe er að efla samband við nágrannaríki sín sem eldað hefur verið grátt silfur við, Kína og Suður-Kóreu, og koma á góðu samstarfi milli ríkja í þessum hluta Asíu.