Bretar vilja breytingar

Gordon Brown er talinn líklegur arftaki Tony Blair
Gordon Brown er talinn líklegur arftaki Tony Blair Reuters

Tveir þriðju breskra kjósenda eru á þeirri skoðun að Verkalýðsflokkurinn, flokkur Tony Blair, eigi ekki skilið að sigra í næstu kosningum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem birt verður í breska blaðinu The Guardian á morgun. Mun fleiri sögðust í könnuninni heldur vilja David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, í forsætisráðherrastólinn en Gordon Brown, sem líklega tekur við af Blair sem leiðtogi Verkalýðsflokksins.

Almennt fylgi Verkalýðsflokksins mælist í könnuninni 32%, en Íhaldsflokkurinn mælist með 36%, annar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Frjálslyndir demókratar, mælist með 22%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert