Clinton hvetur Verkamannaflokkinn til að taka breytingum opnum örmum

Clinton ávarpar flokksþing Verkamannaflokksins.
Clinton ávarpar flokksþing Verkamannaflokksins. Reuters

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvatti í dag fulltrúa á flokksþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi til að taka breytingum opnum örmum, og hrósaði leiðtoganum, Tony Blair, og líklegum arftaka hans, Gordon Brown, í hástert.

„Hjá röskri og mikilli þjóð eru breytingar alltaf í farvatninu,“ sagði Clinton. Fyrir flokkinn og bresku þjóðina væri „spurningin ekki hvort breytingar verði, heldur hvernig þær verði og í hvaða átt skuli haldið. Ykkur gefst ekki kostur á að standa kyrr, fara aftur á bak eða mjaka ykkur til hliðar ... Þið eruð breytingavaldurinn í þessu mikla ríki, hér eftir sem hingað til.“

Clinton sagði Verkamannaflokkinn hafa náð „ótrúlegum árangri“ síðan hann komst til valda 1997. Hann þakkaði Blair fyrir að viðhalda tengslum Bretlands og Bandaríkjanna „í mikilli ágjöf og stöku sólarglennu“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert