Giuliani vinsælli en Hillary Clinton

Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York
Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York

Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, myndi vinna sigur á Hillary Clinton í forsetakosningum í Bandaríkjum ef valið stæði milli þeirra tveggja, ef marka má skoðanakönnun sem bandaríska sjónvarpsstöðin WNBC lét gera. Fengi Giuliani 49% atkvæða, en forsetafrúin fyrrverandi 42%, níu prósent sögðust ekki geta gert upp hug sinn.

Meðal kjósenda Repúblikanaflokksins bandaríska er Giuliani vinsælastur, en 23% kjósenda þeirra segjast vilja að hann verði frambjóðandi flokksins í næstu kosningum, 20% hins vegar segjast vilja að Condoleeza Rice, utanríkisráðherra verði næsti forseti.

Hillary Clinton hins vegar hefur sannfærandi forskot á fyrrverandi varaforseta eiginmanns síns, en 35% kjósenda Demókrataflokksins segjast vilja Clinton í forsetastólinn, en aðeins 16% vilja að Al Gore bjóði fram öðru sinni til forseta.

Ef hins vegar hins vegar stæði milli Condoleezzu Rice og Hillary Clinton myndu 49% kjósa forsetafrúna fyrrverandi, en 42% utanríkisráðherrann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert