Páfagarður íhugar að leggja niður ,,limbó"

Benedict XVI. páfi blessar styttu dýrlingsins Genoveffa Torres Morales í …
Benedict XVI. páfi blessar styttu dýrlingsins Genoveffa Torres Morales í Páfagarði. Reuters

Kaþólska hugtakið ,,limbó" verður að öllum líkindum fjarlægt úr kenningum rómversk-kaþólsku kirkjunnar af páfanum. Í limbó lenda sálir barna sem ekki hafa verið skírð, mitt milli himnaríkis og heljar, þar sem þau geta ekki fengið fyrirgefningu erfðasyndarinnar.

Guðfræðingar hafa haft af því áhyggjur að hugtakið limbó valdi því fólki hugarangri og sálarangist sem syrgir börn sín. Sérfræðingar Páfagarð hafa því komist að þeirri niðurstöðu að öll börn sem deyja hljóti miskunn Guðs, burtséð frá því hvort þau voru skírð eða ekki í lifanda lífi. Benedikt XVI páfi mun að öllum líkindum staðfesta þetta í messu í dag. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert