Útlit fyrir sigur stjórnarflokkanna í Lettlandi

Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands á kjörstað í dag.
Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands á kjörstað í dag. Reuters

Samkvæmt útgönguspám sigruðu stjórnarflokkarnir í kosningum sem fram fóru í Lettlandi í dag. Þegar kjörstöðum var lokað klukkan 10:00 að staðartíma voru birtar útgönguspár en samkvæmt þeim fékk hægri flokkurinn Flokkur fólksins 19,8% atkvæða en vinstri flokkurinn Samfylkingin 15,3% og miðju-hægri flokkurinn Nýir tímar 14,6%.

Aftur á móti ber útgönguspám ekki saman en samkvæmt spá LETA fréttastofunnar fengu Nýir tímar 18,97% og Flokkur fólksins 18,49%. Samkvæmt LETA fengu Græningjar og Bændaflokkurinn, sem sitja í ríkisstjórn með Flokki fólksins, 16,99%.

Alls voru nítján flokkar í framboði og yfir eitt þúsund frambjóðendur en eitt hundrað þingsæti eru í lettneska þinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Arnljótur Bjarki Bergsson: Ef
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka