Lamaðir vegna neyslu gulrótarsafa

Tveir Kanadamenn og fjórir Bandaríkjamenn eru lamaðir eftir að hafa drukkið gulrótarsafa, tveir Bandaríkjamannanna eru í öndunarvél. Allir þeir sem veiktust drukku ógerilsneyddan gulrótarsafa úr lífrænt ræktuðum gulrótum, frá sama framleiðanda, Bolthouse Farms. Gulræturnar er framleiddar af Earthbound Farms, sem er búgarðakeðja, þekkt fyrir framleiðslu á lífrænt ræktuðum mat.

Fyrr á þessu ári var spínat frá framleiðandanum innkallað eftir að þrír létust og 200 veiktust eftir að hafa borðað kólígerlasýkt spínat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert