Bandarískar vísindarannsóknir staðfesta kjarnorkutilraunir N-Kóreu

N-kóreskir hermenn standa vörð við ána Yalu sem er við …
N-kóreskir hermenn standa vörð við ána Yalu sem er við bæinn Sinuiju í N-Kóreu. Reuters

Bráðabirgðaniðurstöður vísindarannsókna virðast staðfesta að Norður-Kórea hafi gert kjarnorkutilraun sl. mánudag líkt og N-Kóreumenn hafa haldið fram, en þetta segja bandarískir embættismenn. Þeir leggja hinsvegar áherslu á það að nauðsynlegt sé að gera fleiri rannsóknir svo hægt sé að komast að eiginlegri niðurstöðu.

Búist er við því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni greiða atkvæði hvort beita eigi N-Kóreu refsiaðgerðum, en Rússar og Kínverjar eru þó enn með efasemdir varðandi ályktunardrög Bandaríkjanna.

Ban Ki-moon, verðandi framkvæmdastjóri SÞ, kallaði eftir því að tekin verði upp ályktun sem sé „gagnsæ og kröftug“.

Ban var í gær formlega valinn sem arftaki Kofi Annans sem lætur af störfum um næsta áramót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert