Viðskiptaráðherra Svíþjóðar segir af sér eftir aðeins eina viku í starfi

Maria Borelius ( önnur frá vinstri) sést hér með Fredrik …
Maria Borelius ( önnur frá vinstri) sést hér með Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra, Maud Olofsson viðskiptaráðherra og Mikael Odenberg varnarmálaráðherra. Reuters

Maria Borelius, viðskiptaráðherra Svíþjóðar, hefur sagt af sér eftir að hafa aðeins gegnt embættinu í eina viku, en málið tengist launagreiðslum sem hún greiddi dagmæðrum á 10. áratug síðustu aldar sem ekki voru gefnar upp til skatts. Það var Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem greindi frá uppsögn Borelius í útvarpsviðtali í dag.

Reinfeldt sagði í viðtali við sænska ríkisútvarpið að hann hefði rætt við Borelius fyrr í dag og „við urðum sammála um að hún ætti að segja af sér.“

Borelius, sem er fjögurra barna móðir, viðurkenndi í síðustu viku að hún hafi greitt dagmæðrum sínum svart á á tíunda áratugnum, en hún segir að hún hafi annars ekki haft efni á pössun fyrir börnin sín.

Þá slapp hún við að greiða skatt á sveitasetri sínu í Suður-Svíþjóð en húsið er skráð á félag í skattaskjólinu Jersey að því er sænskir fjölmiðlar hafa greint frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert