Maria Borelius gæti fengið milljónir króna vegna starfslokanna

Maria Borelius, sem lét af störfum sem viðskiptaráðherra í sænsku stjórninni í gær, gæti fengið um eina milljón sænskar krónur frá ríkinu í bætur þar sem hún er að láta af embætti. Hún gengdi aðeins starfi ráðherra í eina viku.

Fram kemur í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter að fræðilega séð geti Borelius fengið bætur frá ríkinu sem jafngildir árslaunum ráðherra, eða rúmar 1,1 milljón sænskar krónur (rúmar 10 milljónir íslenskra króna).

Það hefur aldrei áður gerst að ríkisstjórnin hafi þurft að taka afstöðu gagnvart því að greiða bætur til ráðherra sem lætur af störfum eftir svo skamman tíma í embætti. Fram kemur að það sé alls ekki vísta að stjórnin muni bregða út af vananum nú að greiða árslaun í lífeyrissjóð ráðherrans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert