Maria Borelius gæti fengið milljónir króna vegna starfslokanna

Maria Bor­elius, sem lét af störf­um sem viðskiptaráðherra í sænsku stjórn­inni í gær, gæti fengið um eina millj­ón sænsk­ar krón­ur frá rík­inu í bæt­ur þar sem hún er að láta af embætti. Hún gengdi aðeins starfi ráðherra í eina viku.

Fram kem­ur í sænska dag­blaðinu Dagens Nyheter að fræðilega séð geti Bor­elius fengið bæt­ur frá rík­inu sem jafn­gild­ir árs­laun­um ráðherra, eða rúm­ar 1,1 millj­ón sænsk­ar krón­ur (rúm­ar 10 millj­ón­ir ís­lenskra króna).

Það hef­ur aldrei áður gerst að rík­is­stjórn­in hafi þurft að taka af­stöðu gagn­vart því að greiða bæt­ur til ráðherra sem læt­ur af störf­um eft­ir svo skamm­an tíma í embætti. Fram kem­ur að það sé alls ekki vísta að stjórn­in muni bregða út af van­an­um nú að greiða árs­laun í líf­eyr­is­sjóð ráðherr­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert