Einn látinn og fimm alvarlega slasaðir eftir lestarslysið í Róm

Nýjustu fregnir herma að einn hafi látist og fimm slasast alvarlega í jarðlestaslysinu í Róm í morgun. Fregnir höfðu borist af því að tveir hefðu látist en þær fréttir hafa nú verið bornar til baka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Róm var það þrítug stúlka sem lést. Yfir 100 manns til viðbótar slösuðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert