Flóð valda usla á eynni Krít

Stormar sem geysað hafa á eynni Krít hafa valdið miklum flóðum og er vatnsflaumurinn víða allt að eins metra djúpur. Flóðið hefur hrifið með sér bíla, og borið báta á land. Þá hafa skipasamgöngur legið niðri til eyjarinnar auk þess sem ferðamenn hafa þurft að yfirgefa hótel sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert