Taldi júdókennslu vera gíslatöku

Lögregla í bænum Lima var með nokkurn viðbúnað þegar hringt var og sagt að vopnaður maður með skíðagrímu hefði farið inn í samkomuhús KFUM í bænum og skipað fólki að leggjast í gólfið. Lýsti hann svo bifreið sem árásarmaðurinn hefði notað til að flýja af vettvangi.

Bifreiðin náðist fljótlega en þar var á ferð kona sem starfar í samkomuhúsinu, ásamt börnum sínum. Gíslatakan meinta var hins vegar æfing í sjálfsvarnaríþróttinni júdó.

Lögregla, sem vildi ekki útiloka að um gísla væri að ræða, tók börnin og byssu var svo miðað að konunni og henni skipað með fúkyrðum að yfirgefa bifreiðina. Konan tók þó engan þátt í júdókennslunni og veit lögreglan ekki hvers vegna sá sem hringdi taldi hana vera árásarmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert