Kínversk stjórnvöld hafa sent ríkiserindreka sinn til fundar við leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il, vegna kjarnorkutilrauna N-Kóreumanna. Fréttir herma að erindrekinn, Tang Jiaxuan, ætli að flytja Kim Jong-il skilaboð frá forseta Kína um að hætta kjarnorkutilraunum og sýna hófsemi. Embættismenn í N-Kóreu hafa þó ýjað að því að önnur kjarnorkusprengja verði sprengd í tilraunaskyni. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, segir að ef önnur tilraun verði gerð verði gripið til ,,frekari aðgerða".
Rice er nú stödd í S-Kóreu en hún fer nú milli nágrannaríkja N-Kóreu til að hvetja ráðamenn til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir á hendur N-Kóreu. BBC segir frá því.