Fylgi jafnaðarmanna eykst í Danmörku

Anders Fogh Rasmussen á danska þinginu þann 3. október s.l.
Anders Fogh Rasmussen á danska þinginu þann 3. október s.l. Reuters

Fylgi jafnaðarmanna hef­ur auk­ist til muna í Dan­mörku sam­kvæmt nýrri könn­un Gallup fyr­ir­tæk­is­ins og er það mesta frá því Helle Thorn­ing-Schmidt varð formaður flokks­ins. Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn er nú orðinn sá flokk­ur sem mests fylg­is nýt­ur í land­inu, 29% þeirra sem af­stöðu tóku í könn­un­inni styðja þann flokk.

Rík­is­stjórn And­ers Fogh Rasmus­sen for­sæt­is­ráðherra held­ur þó enn velli en flokk­ur hans Ven­stre er með 27,6% fylgi.

Talsmaður Ven­stre seg­ir mestu máli skipta að meiri­hlut­inn haldi enn í rík­is­stjórn. Henrik Sass Lar­sen, talsmaður Jafnaðarmanna­flokks­ins, seg­ir rík­is­stjórn­ina hins veg­ar á niður­leið. Fólk kjósi held­ur vel­ferð en rík­is­stjórn sem lækki ekki skatta á lands­menn. Danska dag­blaðið Berl­ingske Tidende seg­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert