Lítið gagn í steralyfjum gegn öldrun

Öldruð kona borin burt frá skógareldi í Portúgal.
Öldruð kona borin burt frá skógareldi í Portúgal. AP

Ster­a­lyf sem geng­ur und­ir nafn­inu DHEA, og sagt er hamla hrörn­un­ar­ferli lík­am­ans, er svo að segja gagns­laust í bar­átt­unni við elli­kerl­ingu sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar sem greint er frá í lækn­is­fræðitíma­rit­inu New Eng­land Journal of Medic­ine. Á síðasta ári seld­ust lyf með ster­an­um fyr­ir þrjá og hálf­an millj­arð ís­lenskra króna í Banda­ríkj­un­um. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Rann­sókn­in sem um ræðir er um­fangs­mesta rann­sókn sem farið hef­ur fram á efn­inu. „Það er alls ekki neitt sem mæl­ir með því að fólk sem farið er að eld­ast taki þetta efni,” seg­ir K. Sreek­umar­an Nair, sem stóð fyr­ir rann­sókn­inni sem unn­in var af The Mayo Cl­inic í Minn­isota í Banda­ríkj­un­um USA og há­skól­an­um í Padua á Ítal­íu.

Manns­lík­am­inn fram­leiðir DHEA ster­ann en mjög dreg­ur úr fram­leiðslu hans eft­ir 25 ára ald­ur og því hafa rök verið leidd að því að hann hamli öldrun­ar­ferl­inu. Fyrri rann­sókn­ir hafa hins veg­ar leitt til sömu niður­stöðu og rann­sókn Nairs, sem stóð yfir í tvö ár.

Í rann­sókn­inni var fylgst með 57 kon­um og 87 körl­um sem öll voru kom­in yfir sex­tugt. Hluta hóps­ins var gefið efnið og síðan var fylgst með lík­am­legu ástandi þeirra. Nokk­ur mun­ur reynd­ist á heilsu­fari þeirra sem fengu efnið og sam­an­b­urðar­hóps­ins en hann er þó hvergi nærri jafn mik­ill og gefið er til kynna í kynn­ing­ar- og aug­lýs­inga­efni sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Nair.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert