Áttatíu bandarískir hermenn hafa fallið í mánuðinum í Írak

Fimm bandarískir hermenn féllu í Írak í dag. En átök hafa víða geisað í landinu um helgina. Alls hafa því 80 bandarískir hermenn fallið í Írak það sem af er októbermánuði. Frá innrás bandamanna inn í Írak í mars 2003 hafa alls 2.786 bandarískir hermenn fallið, samkvæmt upplýsingum AFP fréttastofunnar frá Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytinu.

Uppreisnarmenn réðust á tvo langferðabíla í Diyala héraði í dag og myrtu fimmtán lögreglunema og særðu 24 sem voru í bifreiðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert