Ísraelskir skutu til bana sjö Palestínumenn á Gaza-svæðinu í dag, þ.á m. þrjá bræður og tvo frændur þeirra. Er dagurinn orðinn einn sá blóðugasti í aðgerðum Ísraela á Gaza, er staðið hafa í fjóra mánuði. Fjórtán til viðbótar særðust í skotbardaga. Ísraelar segja hermenn sína hafa verið að verjast árás.
Ísraelsku hermennirnir hafi verið í aðgerðum gegn Palestínumönnum er hafi skotið eldflaugum frá Gaza inn í Ísrael. Haft er eftir sjónarvottum að Palestínumennirnir sem féllu hafi byrjað að skjóta vegna þess að þeir hafi haldið sig sæta skotárás frá keppinautum. Að minnsta kosti sex þeirra er féllu hafi verið vopnaðir.