Stríðskostnaður álíka mikill og fjárframlög til þróunarmála

Hópur uppreisnarmanna í Úganda.
Hópur uppreisnarmanna í Úganda. Reuters

Kostnaðurinn við átök í einu þróunarlandi er nærri álíka mikill þeirri upphæð sem varið er til þróunarmála í heiminum að því er bresk þingnefnd heldur fram.

Borgarastríð í landi þar sem tekjur eru lágar gæti kostað um 29 milljarða punda á meðan heildarframlag til þróunarmála árið 2004 var 42 milljónir punda að sögn þingmannanna.

Þeir hafa kallað eftir því að ríkisstjórnin geri stríðsátök að forgangsmáli í stefnu sinni.

Þá gagnrýna þingmennirnir ráðherra fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti hagnast á átakasvæðum.

Alþjóðaþróunarvalsnefndin segir að viðskipti geti aukið og lengt stríðsátök.

Þingmennirnir heimsóttu Sierra Leone, Úganda og Lýðveldið Kongó þegar þeir unnu að skýrslunni sem ber heitið „Átök og þróun: Stuðlað að friði og uppbyggingu í kjölfar stríðsátaka“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert