Yfirmaður NATO í Afganistan segir mannfall meðal óbreyttra borgara harmleik

AP

Jaap de Hoop Scheffer, yfirmaður Atlantshafsbandalagsins í Afganistan sagði í dag fall óbreyttra borgara í Afganistan í árásum NATO í fyrradag vera harmleik. Sagði Scheffer þó aðgerðir NATO nauðsynlegar og til þess gerðar að verja lýðræði í landinu.

„Þeir eru á móti lýðræði, stúlkur sóttu ekki skóla meðan talibanar réðu Afganistan, nú fara þær í skóla, nú er hér forseti, og ríkisstjórn”.

Fjórtán óbreyttir borgarar létust í átökum liðs NATO og talibana í dag. Hefur Hamid Karzai, forseti Afganistan kallað eftir meiri samhæfingu afganskra og útlendra herja svo forðast megi mannfall meðal óbreyttra borgara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert