Fjörutíu létust í rútuslysi í Nepal

Fjöru­tíu lét­ust og um þrjá­tíu slösuðust í dag þegar rúta hrapaði niður af fjall­vegi í vest­ur­hluta Nepal. Bíll­inn var á ferð ná­lægt bæn­um Tri­beni, um 400 kíló­metr­um vest­ur af höfuðborg­inni Kat­mandu þegar bíl­stjóri bif­reiðar­inn­ar missti stjórn á hon­um með þeim af­leiðing­um að hann hrapaði niður um 250 metra.

Verið er að rann­saka at­vikið, en slík slys munu vera al­geng þar sem tækja­kost­ur er úr sér geng­inn og veg­ir lé­leg­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert