Fjörutíu létust og um þrjátíu slösuðust í dag þegar rúta hrapaði niður af fjallvegi í vesturhluta Nepal. Bíllinn var á ferð nálægt bænum Tribeni, um 400 kílómetrum vestur af höfuðborginni Katmandu þegar bílstjóri bifreiðarinnar missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann hrapaði niður um 250 metra.
Verið er að rannsaka atvikið, en slík slys munu vera algeng þar sem tækjakostur er úr sér genginn og vegir lélegir.