Castro segir fregnir af andláti sínu orðum auknar

Sögusagnir munu hafa komist á kreik um að Fidel Castro, hinn áttræði forseti Kúbu, sem nú er í veikindaleyfi sé látinn. Forsetinn hefur ekki verið í kastljósi fjölmiðla undanfarið og fengu sögusagnirnar byr undir báða vængi eftir að forseti Brasilíu gaf óvart í skyn að Castro væri látinn. Nýjar sjónvarpsupptökur sýna þó forsetann spjalla og lesa blöð, svo útlit er fyrir að byltingarleiðtoginn aldni sé ekki allur enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert