Lítið hefur áunnist í baráttunni við hungursneyð í heiminum þrátt fyrir skuldbindingar leiðtoga heimsins um að fækka hinum vannærðu í heiminum um helming, en þetta segir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO).
Um 820 milljónir manna í þróunarlöndunum bjuggu við hungurneyð á milli 2001 og 2003. Það er aðeins þremur milljónum einstaklinga færri heldur en árin 1990-1992 segir FAO.
Þrátt fyrir að heildarfjöldi hungraðra í heiminum hafi fækkað þá er það aðeins vegna þess að íbúum jarðarinnar hefur fjölgað.
Jacques Diouf, yfirmaður FAO, segir það vera „sorglega staðreynd“ að lítið hafi verið að gert.
Á leiðtoga í Róm árið 1996, þar sem fundarefnið var matvæli í heiminum, var því heitið að fækka hungruðum í heiminum um helming fyrir árið 2015.
Þá hafði tala hungraðra fallið úr 823 milljónum manna í 800 miljónir, en síðan þá hefur ástandið versnað.
„Þeim fer langt frá fækkandi, en fjöldi hungraðra í heiminum fjölgar sem stendur - hlutfallið er milljón manns á ári,“ sagði Diouf við upphaf árlegs fundar um ástand stöðu matvælaþróunar.
Hann sagði að þá væri „skammarlegt“ hvernig það hafi mistekist á ná að draga úr hungri.
Hann sagði hinsvegar að heimurinn gæti náð markmiði sínu að minnka hungur um helming ef eitthvað verði get til þess að styrkja landbúnað í þróunarlöndunum.