George W. Bush Bandaríkjaforseti greindi frá því í dag að hann vilji að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, starfi áfram í ríkisstjórn hans, eða þar til hann muni láta af embætti. Það verður í janúar árið 2009. Bush hefur þar með tryggt störf tveggja umdeildustu stjórnmálamanna í ríkisstjórn hans.
Bush sagði í viðtali í dag að hann væri staðráðinn í því að beita eigi Norður-Kóreu refsiaðgerðum jafnvel þótt að yfirvöld í Pyongyang hafi samþykkt að snúa aftur að sex-ríkja viðræðunum varðandi afvopnunum kjarnorkuvopna.
Bush sagði einnig að hann sæi ekki að breytingar myndu eiga sér stað í bráð hvað varðar fjölda bandarískra hermanna í Írak. „Þeir hafa það sem þeir geta búið við,“ sagði Bush.