John Kerry dregur sig í hlé

Demókratinn og fyrrum forsetaframbjóðandinn John Kerry hefur dregið sig úr kosningabaráttu demókrata fyrir komandi þingkosningar. Ástæðuna má rekja til þeirrar deilu sem hefur sprottið upp vegna ummæla hans varðandi bandaríska hermenn.

Á mánudag varaði Kerry hóp háskólastúdenta við því að ef þeir myndu ekki stunda námið af krafti þá ættu þeir í hættu á því að „festast í Írak“.

Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt ummælin harðlega og hafa krafist þess að Kerry biðjist afsökunar á þeim.

Kerry heldur því fram að ummælin hafi átt að vera brandari sem hafi verið beint gegn George W. Bush Bandaríkjaforseta, en ekki gegn bandarískum hermönnum. Hann segist hafa dregið sig í hlé svo hann trufli ekki kosningabaráttu annarra demókrata.

Til stóð að Kerry yrði viðstaddur tvo fundi demókrata en í yfirlýsingu sem skrifstofa Kerrys sendi frá sér kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin í fulkominni sátt við viðkomandi aðila að Kerry muni halda sig til hlés.

Þar segir jafnframt að hann vilji ekki leyfa „hatursvél repúblikana að nota frambjóðendur demókrata sem staðgengla í afskræmdu spunastríði þeirra.“

John Kerry segir að ummælin umdeildu hafi átt að vera …
John Kerry segir að ummælin umdeildu hafi átt að vera brandari sem hafi verið beint gegn Bush Bandaríkjaforseta en ekki gegn bandarískum hermönnum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka