Bandaríkjastjórn lætur loka vefsíðu með „sprengjuleyndarmálum“

Bandaríkjastjórn hefur látið loka opinberri vefsíðu þar sem mátti sjá skjöl sem fundust við innrásina Bandaríkjanna í Írak árið 2003. Vopnasérfræðingur hafði kvartað yfir því við Bandaríkjastjórn að á síðunni hafi verið að finna nákvæmar lýsingar á því hvernig menn eigi að smíða kjarnorkusprengju, en þetta segir bandaríska dagblaðið The New York Times.

Bandaríkjastjórn hafði látið setja síðuna upp svo hægt væri að birta skjöl sem hún vonaðist til að mydu svipta hulunni af vopnaáætlun Saddams Husseins.

Talsamaður bandarísku leyniþjónustunnar segir að það þurfi að taka síðuna til gaumgæfilegrar endurskoðunar áður en að hún verður opnuð á nýjan leik.

Vefsíðan, sem ber nafnið „Iraqi Freedom Document Portal“, var sett upp í mars sl. í kjölfar þrýstings sem kom frá þingmönnum repúblikana, en þeim fannst sem svo að sérfræðingar leyniþjónustunnar væru of lengi að fínkemba þau þúsundir skjala sem fundust kjölfar Íraksinnrásarinnar.

Þeir vildu að almenningur gæti aðstoðað við að fara yfir gögnin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert