Fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, var fluttur á gjörgæsludeild þar sem líkamlegt ástand hans hefur versnað til muna. Sharon fékk heilablæðingu í byrjun ársins og hefur verið í dauðadái síðan á sjúkrahúsi í Tel Aviv. Samkvæmt vefnum Ynet er ástand Sharons stöðugt.