Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks var dæmdur til dauða fyrir glæpi gagnvart mannkyninu nú rétt í þessu og verður hann hengdur. Hálf bróðir Saddams, Barzan al-Tikriti, sem var yfirmaður írösku leyniþjónustunnar, var einnig dæmdur til dauða. Taha Yassin Ramadan, fyrrum aðstoðarforseti Íraks, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að morðum á 148 íbúum þorpsins Dujail en flestir íbúa þorpsins eru sjíta-múslimar.
Þrír yfirmenn Baath-flokksins, Abdallah Khaden Ruweid, sonur hans Mizhar Abdallah Ruweid og Ali Daeh Ali voru allir dæmdir í fimmtán ára fangelsi en Mohammed Azzawi al-Ali var sýknaður af aðild að morðunum.
Útgöngubann er í Bagdad og í tveimur hérðuðum Íraks og er búist við því að ofbeldisalda brjótist út í landinu í kjölfar dómsuppsögunnar.