Kjörstaðir hafa verið opnaðir á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, en klukkan 11 að íslenskum tíma voru kjörstaðir í New York, Connecticut, New Jersey og Virginu opnaðir. Um 200 milljónir eru á kjörskrá og verður kosið um öll sætin í fulltrúadeildinni, sem eru 435 talsins, 33 af 100 sætum í öldungadeildinni og 36 af 50 ríkisstjórum.
Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum segja að kosningarnar séu í raun þjóðaratkvæðagreiðsla um stríðið í Írak, þeir sem kjósi Repúblíkana styðji stríðsreksturinn en þeir sem kjósi Demókrata séu á móti honum.