Palestínsk stjórnvöld harðorð í garð Bandaríkjastjórnar

Palestínsk kona situr fyrir framan hús sem eru rústir einar …
Palestínsk kona situr fyrir framan hús sem eru rústir einar eftir árásir stórskotaliðs Ísraelshers á Beit Hanoun. Reuters

Palestínsk stjórnvöld hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi gagnvart ályktun, sem var kynnt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem árásir Ísraelshers á Gaza sl. miðvikudag eru fordæmdar. Alls létust 19 manns í árásunum.

„Það er greinilegt að þessi ákvörðun Bandaríkjastjórnar þýði að fjöldamorðin og slátrun hersveitanna á Palestínumönnum hafi verið lögmæt aðgerð,“ sagði Ghazi Hamad, talsmaður Hamas.

„Með þessari ákvörðun fær ríkisstjórn hernámsliðsins áframhaldandi vernd og skjól, án nokkurs konar takmörkunar, frá þeim glæpum sem hún fremur gegn saklausum borgurum í Palestínu.“

Á miðvikudag skutu ísraelskar fallbyssur fyrir dögun á bæinn Beit Hanoun, sem er staðsettur á norðurhluta Gaza. Alls létust 19 palestínskir borgarar í árásinni, flest konur og börn.

Í gær fögnuðu Ísraelar synjun Bandaríkjanna. Talsmaður Mahmud Abbas, leiðtoga Palestínu, sagði hinsvegar að synjunin muni hvetja Ísraela til að auka enn frekar árásir sínar á Palestínumenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert