Lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna er lykillinn að bættum samskiptum íslams og Vesturlanda, að því er fram kemur í skýrslu fjölþjóðlegs hóps fræðimanna, stjórnmálamanna og trúarleiðtoga, er afhent var Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Istanbúl í dag.
Í skýrslunni er hvatt til þess að haldin verði alþjóðleg ráðstefna „eins fljótt og auðið er“ til þess að blása nýju lífi í friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs, og að sett verði saman opinber skýrsla, svonefnd hvítbók, með greiningu á stöðunni í Palestínudeilunni á „yfirvegaðan og hlutlægan hátt“.
Skýrslan var lögð fram við upphaf fundar Menningabandalagsins í Istanbúl í dag.