Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York borgar tók í morgun fyrsta formlega skrefið í því ferli að bjóða sig fram sem forseta Bandaríkjanna er hann skilaði inn umsókn um stofnun undirbúningsnefndar framboðs síns. Ákvörðun hans jafngildir ekki yfirlýsingu um framboð heldur felur hún í sér að hann fái heimild til að safna fé og ferðast um landið og kynna sér stöðuna og stuðning við hugsanlegt framboð. Þetta kemur fram á fréttavef Yahoo.
„Giuliani borgarstjóri hefur ekki enn tekið ákvörðun. Með því að skila inn þessari umsókn höfum við tekið nauðsynlegt skref til þess að hægt verði að stofna formlegt framboð hans og hefja fjársöfnun vegna hugsanlegs forsetaframboð hans,” segir í yfirlýsingu Sunny Mindel, fjölmiðlafulltrúa hans, um málið.
Giuliani hafði marglýst því yfir á undanförnum mánuðum að hann myndi bíða fram yfir nýafstaðnar kosningar með að taka ákvörðun í málinu.