Japanski hvalveiðiflotinn heldur til veiða á morgun

Japanskt hvalveiðiskip
Japanskt hvalveiðiskip Reuters

Japanski hvalveiðiflotinn heldur í árlegan leiðangur í Suðurhöf á morgun þar sem stendur til að veiða 850 hrefnur og tíu langreyðar í vísindaskyni. Leiðangurinn stendur yfir þar til í apríl á næsta ári.

Samkvæmt vísindaáætlun japanskra stjórnvalda er miðað við að veiða 1070 hrefnur á þessu ári auk 170 skorureyða og nokkurra langreyða, sandreiða og búrhvala. Hluti af vísindaáætluninni tengist strandveiðum á hrefnu og hafa þegar um 35 hrefnur veiðst undan ströndum eyjarinnar Hokkaido. Til stóð að veiða 60 hrefnur en veður hefur verið óhagstætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert