40 sm há flóðbylgja skall á strendur Japans

Óttast var að tveggja metra há flóðbylgja myndi skella á …
Óttast var að tveggja metra há flóðbylgja myndi skella á Kyrrahafs-strönd Japans í kjölfar skjálftans. AP

Flóðbylgja sem mældist um 40 cm há skall á strendur norðurhluta Japans nú fyrir stundu, en hún kom í kjölfar skjálfta sem varð á hafsbotni klukkan 11:15 að íslenskum tíma. Ekki er talið útilokað að stærri flóðbylgja fylgi í kjölfarið. Engar fregnir hafa borist af manntjóni af völdum skjálftans sem mældist 8,1 stig á Richter. Íbúum við Kyrrahafs-strönd landsins var gert að flytja sig lengra inn í land þegar skjálftans varð vart, en upptök hans voru á hafsbotni um 390 kílómetra austur af Etorofu eyjum, norður af Japan.

Óttast var að allt að tveggja metra há flóðbylgja gæti fylgt í kjölfar skjálftans.

Öllum járnbrautarlestum á Hokkaido eyju við norðurhluta landsins var gert að stöðva um leið og skjálftans varð vart.

Jarðskjálftar sem mælast yfir 7 stig á Richter eru skilgreindir sem stórir jarðskjálftar sem geta valdið miklum skaða.

Flóðbylgjur sem skapast í jarðskjálftum greinast stundum ekki á yfirborði sjávar, en rísa svo þegar þær nálgast land.

213.000 manns fórust þegar flóðbylgja í kjölfar jarðskjálfta skall á strendur Indónesíu á annan dag jóla árið 2004, en skjálftinn mældist 9,1 stig á Richter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert