Ný ríkisstjórn bandalags hægri- og miðflokkanna í Svíþjóð nýtur orðið minna fylgis en bandalag stjórnarandstöðuflokkanna sem hún hrakti frá völdum í september, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birt var í dag. Njóta stjórnarflokkarnir 43,8% fylgis, en stjórnarandstöðuflokkarnir 51,2%. Bandalag stjórnarflokkanna hlaut 47,8% fylgi í kosningunum.