Jafnrétti kynjanna mest á Norðurlöndum

Fæðingarorlof þykir gott á Norðurlöndunum.
Fæðingarorlof þykir gott á Norðurlöndunum. mbl.is/Sverrir

Norðurlandaþjóðirnar standa sig best í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna en ekkert land heims hefur náð því algjörlega, samkvæmt niðurstöðum Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum (WEF). Mestar framfarir í jafnréttismálum hafa orðið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en Þýskaland er í fimmta sæti.

,,Niðurstaða okkar er að ekkert land hefur útrýmt kynjamisrétti algjörlega," segir í skýrslunni. Cherie Booth, eiginkona forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, sagði við útgáfu skýrslunnar í Lundúnum í dag að konur og karlar nytu ekki sömu tækifæra. Leikurinn væri ójafn. Svíþjóð er eina landið sem nær yfir 80% jafnrétti kynjanna á ólíkum sviðum, þ.e. efnahag, stjórnmálum, menntun o.fl.

Kynjamisrétti er mikið í fimm Evrópusambandsríkjum: Grikklandi, Frakklandi, Möltu, Ítalíu og Kýpur. Konur eru þar atkvæðalitlar í stjórnmálum og stjórnunarstörfum, í viðskiptum og fá síður tækifæri til frama en karlar. Ýmsir þættir hafa áhrif á þetta, m.a. fjöldi heimavinnandi kvenna. Í skýrslunni er farið fögrum orðum um fjölda kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndunum, en í Svíþjóð eru jafnmargar konur og karlar í stjórnmálastöðum. Í Svíþjóð og Noregir eru fæðingarorlof hvað lengst og greiðslur úr þeim sjóðum hærri en nokkurs annars staðar í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert